Ferguson: Mikill missir

Alex Ferguson gengur niðurlútur af velli eftir leikinn á móti …
Alex Ferguson gengur niðurlútur af velli eftir leikinn á móti Basel. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki með neinar afsakanir þegar hann hitti fréttamenn eftir fall sinna manna úr Meistaradeildinni eftir 2:1-tap gegn Basel í gær.

Englandsmeistaranna bíður þar með þátttaka í Evrópudeild UEFA í fyrsta sinn en United hafnaði í þriðja sæti í riðlinum á eftir Benfica og Basel.

„Við erum auðvitað gríðarlega vonsviknir. Við höfðum mikla yfirburði í leiknum og áttum mörg tækifæri á síðasta þriðjungi vallarins. Á köflum lék lið okkar vel en við fórum illa að ráði okkar. Evrópudeildin er keppni sem ég hef aldrei verið í með United og það þýðir bara eitt; fimmtudagar og sunnudagar. Það er ekki það besta en er okkar refsing fyrir að komast ekki áfram,“ sagði Ferguson.

„Nú verðum við að takast á við vonbrigðin. Það er mikill missir að vera ekki lengur með í bestu keppni heims. Þetta er frábær keppni en svona er fótboltinn,“ sagði Ferguson og gat ekki leynt vonbrigðum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert