Suárez í átta leikja bann

Luis Suárez fagnar marki.
Luis Suárez fagnar marki. Reuters

Luis Suárez, úrúgvæski framherjinn hjá Liverpool, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann en þetta var tilkynnt á vef enska knattspyrnusambandsins fyrir stundu.

Hann var fundinn sekur um kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Suárez er jafnframt sektaður um 40 þúsund pund.

Í tilkynningunni segir m.a. að Suárez hafi notað móðgandi orð gagnvart Evra, orð sem hafi með litarhátt hans að gera.

Suárez hefur 14  daga frest  til að áfrýja úrskurðinum, sem tekur ekki gildi fyrr en þeim tíma lýkur, eða þegar niðurstaða eftir áfrýjun hans liggur fyrir.

Hann getur því spilað með Liverpool um jól og áramót og bannið tekur í fyrsta lagi gildi 3. janúar, en verður frestað ef hann áfrýjar fyrir þann tíma.

Meira fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert