Eggert Gunnþór: Tilbúinn að taka næsta skref

Eggert Gunnþór með Wolves búninginn.
Eggert Gunnþór með Wolves búninginn. www.wolves.co.uk

Eggert Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði nú í morgun undir þriggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. Eskfirðingurinn, sem spilað hefur með Hearts í Skotlandi undanfarin ár, gengur í raðir Úlfanna þann 1. janúar.

,,Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað og ég hlakka til að byrja með liðinu og að berjast um að komast í liðið. Vonandi get ég fært félaginu eitthvað og hjálpað því,“ segir Eggert Gunnþór á vef Wolves.

,,Þetta gerðist mjög snöggt. Það var í síðustu viku sem ég heyrði fyrst af þessu og um leið og ég vissi af áhuga Wolves þá var ég mjög spenntur og sá þetta fyrir mér sem frábært tækifæri. Ég er búinn að vera í Skotlandi lengi og finnst ég vera tilbúinn að taka næsta skref,“ segir hinn 23 ára gamli Eggert Gunnþór, sem hefur verið í herbúðum Hearts í Edinborg í sjö ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert