Dalglish krefst verndar fyrir Suárez

Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Reuters

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, krefst þess að úrúgvæski framherjinn Luis Suárez fái vernd og stuðning frá enska knattspyrnusambandinu, sem er nýbúið að úrskurða hann í 8 leikja bann fyrir meint kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United.

„Ég tel að þeir verði að taka meira tillit til þess hvernig fólk kemur fram við Suárez í leikjum. Það er stóra vandamálið. Síðan væri það öllum til bóta ef gefnar væru út einhvers konar viðmiðanir um hvað menn mega segja og hvað ekki," sagði Dalglish við The Telegraph, en Úrúgvæinn hefur sérstaklega verið skotspónn stuðngsmanna heimaliðanna í útileikjum Liverpool undanfarnar vikur.

Þar kemur jafnframt fram að það sé ekki bara á leikjum Liverpool sem áhorfendur sýni Suárez óvirðingu. Sagt er að á leik Fulham og Manchester United á dögunum hafi stuðningsmenn United sungið níðsöngva um Suárez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert