Manchester City náði í kvöld þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að vinna öruggan sigur á Liverpool, 3:0, á Etihad-leikvanginum.
Sergio Agüero og Yaya Touré komu City í 2:0 í fyrri hálfleik. Gareth Barry var rekinn af velli á 73. mínútu en tíu leikmenn City fengu vítaspyrnu mínútu síðar og James Milner skoraði úr henni og innsiglaði sigurinn.
Tottenham sigraði WBA, 1:0, þar sem Jermain Defoe skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Tottenham er þá þremur stigum á eftir Manchester United, sem sækir Newcastle heim annað kvöld og getur þá náð grönnum sínum í City á ný.
Staða efstu liða er þessi: Manchester City 48, Manchester United 45, Tottenham 42, Chelsea 37, Arsenal 34, Liverpool 34.
Sunderland er komið af mesta hættusvæðinu og reyndar alla leið uppí 10. sætið eftir góðan 4:1 útisigur á Wigan, sem hinsvegar situr eftir í fallsæti. Martin O'Neill er heldur betur búinn að snúa blaðinu við með lið Sunderland eftir að hann tók þar við sem knattspyrnustjóri á dögunum.
Neðstu lið: WBA 22, Wolves 17, QPR 17, Wigan 15, Blackburn 14, Bolton 13.
Staðan í leikjunum:
19.45 Tottenham - WBA 1:0. LEIK LOKIÐ
19.45 Wigan - Sunderland 1:4. LEIK LOKIÐ
20.00 Man.City - Liverpool 3:0. LEIK LOKIÐ
21.51 - Flautað til leiksloka á Etihad og City vinnur öruggan sigur á Liverpool, 3:0.
21.46 - Joe Hart í marki City ver hörkuskot frá Craig Bellamy og svo aftur frá Maxi í kjölfarið.
21.41 - Tottenham sigrar WBA 1:0 og Sunderland vinnur Wigan á útivelli, 4:1.
21.36 - Adam Johnson hjá Manchester City á þrumuskot í stöngina á marki Liverpool á 80. mínútu!
21.31 - MARK - 3:0. Manchester City fær vítaspyrnu á 74. mínútu þegar Martin Skrtel brýtur á Yaya Touré. James Milner tekur spyrnuna og skorar af öryggi. Sendir boltann nánast uppí markvinkilinn hægra megin. Tíu leikmenn City fljótir að skora eftir brottvísun Barrys!
21.29 - RAUTT - Gareth Barry miðjumaður City fær sitt annað gula spjald á 73. mínútu, fyrir brot á Daniel Agger, og er þar með rekinn af velli.
21.28 - MARK - 1:4. Þá eru úrslitin ráðin í Wigan því Sunderland var að gera fjórða markið sitt. David Vaughan var þar á ferð á 80. mínútu.
21.21 - MARK - 1:3. Sunderland kemst í þægilega stöðu á ný gegn Wigan þegar Stephane Sessegnon skorar á 73. mínútu, 1:3.
21.13 - Steven Gerrard og Craig Bellamy koma inná hjá Liverpool á 57. mínútu, í staðinn fyrir Charlie Adam og Dirk Kuyt.
21.10 - MARK - 1:2. Wigan minnkar muninn gegn Sunderland þegar Hugo Rodallega skorar á 62. mínútu.
21.08 - MARK - 1:0. Jermain Defoe kemur Tottenham yfir gegn WBA, 1:0, á 63. mínútu, eftir sendingu frá Gareth Bale.
21.03 - MARK - 0:2. Sunderland bætir við marki gegn Wigan, James McClean skorar á 55. mínútu, 0:2.
20.52 - Seinni hálfleikur hafinn hjá Tottenham - WBA og Wigan - Sunderland.
20.46 - Hálfleikur hjá Manchester City og Liverpool og staðan er 2:0.
20.37 - Hálfleikur hjá Wigan og Sunderland og staðan er 0:1.
20.36 - Hálfleikur hjá Tottenham og WBA og staðan er 0:0.
20.36 - MARK - 0:1 - Sunderland nær forystunni í Wigan í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Craig Gardner skorar.
20.33 - MARK - 2:0 - Yaya Touré bætir öðru marki City við á 33. mínútu með skalla eftir hornspyrnu!
20.32 - Pepe Reina í marki Liverpool ver skalla frá Vincent Kompany eftir hornspyrnu á glæsilegan hátt.
20.22 - Wigan á tvö stangarskot gegn Sunderland með nokkurra sekúnda millibili. David Jones þrumar í stöngina, Ben Watson fylgir á eftir og skýtur líka í stöng.
20.17 - Tveir farnir meiddir af velli á White Hart Lane. Fyrst Jerome Thomas hjá WBA á 27. mínútu og síðan Sandro hjá Tottenham á 30. mínútu.
20.11 - MARK - 1:0. Manchester City nær forystunni. Sergio Agüero fær boltann og nær óvæntu skoti af rúmlega 20 m færi á 10. mínútu. Pepe Reina virðist eiga að verja en boltinn fer undir hann og í markið!
20.07 - Sannkallað dauðafæri Liverpool, Stewart Downing kemst einn gegn Joe Hart í marki City sem ver glæsilega frá honum!
20.00 - Flautað til leiks hjá Manchester City og Liverpool.
19.45 - Flautað til leiks hjá Tottenham - WBA og Wigan - Sunderland.
Liðin:
Lið Man.City: Hart, Richards, Kolo Touré, Kompany, Clichy, Yaya Touré, Barry, Silva, Milner, Aguero, Dzeko.
Varamenn: Pantilimon, Lescott, A. Johnson, Kolarov, Zabaleta, Savic, de Jong
Lið Liverpool: Reina, Enrique, Johnson, Skrtel, Agger, Spearing, Adam, Downing, Henderson, Kuyt, Carroll.
Varamenn: Doni, Gerrard, Maxi, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy.
Lið Tottenham: Friedel, Walker, Kaboul, Gallas, Assou-Ekotto, Van der Vaart, Modric, Sandro, Bale, Adebayor, Defoe.
Varamenn: Cudicini, Pavlyuchenko, Giovani, Bassong, Kranjcar, Rose, Livermore.
Lið WBA: Foster, Jones, Dawson, McAuley, Shorey, Cox, Thorne, Scharner, Dorrans, Thomas, Odemwingie.
Varamenn: Fulop, Tchoyi, Morrison, Jara Reyes, Mantom, Tamas, Fortune.
Lið Wigan: Al Habsi, Gohouri, Alcaraz, McCarthy, Crusat, Watson, Gomez, Jones, Rodallega, Stam, Figueroa.
Varamenn: Pollitt, Di Santo, Moses, McArthur, Boyce, Sammon, Diame.
Lið Sunderland: Mignolet, Gardner, Colback, Kilgallon, O'Shea, Richardson, McClean, Cattermole, Vaughan, Sessegnon, Bendtner.
Varamenn: Carson, Ji, Meyler, Elmohamady, Noble, Lynch, Laing.