Manchester City endurheimti í kvöld þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið marði botnlið Wigan, 1:0, á DW-vellinum í Wigan. Það var Bosníumaðurinn Edin Dzeko sem skoraði eina mark leiksins með skalla á 22. mínútu.
Bein lýsing:
90. Leiknum er lokið með 1:0 sigri Manchester City.
83. Sergio Agüero fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn. Hann fékk mjög gott færi en skot hans fór framhjá.
65. Manchester City hefur góð tök á leiknum og það stefnir í að liðið endurheimti þriggja stiga forskot á granna sína í Manchester United.
45. Hálfleikur. Topplið Manchester City er 1:0 yfir. Wigan átti góðan lokakafla en tókst ekki að jafna metin.
22. MARK!! Manchester City er komið í 1:0 á DW vellinum í Wigan. Bosníumaðurinn Edin Dzeko skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Silva.
4. Edin Dzeko hefði átt að koma Manchester City yfir en skalli hans af stuttu færi fór framhjá.
Wigan: Al Habsi, Alcaraz, Caldwell, Figueroa, Stam, McCarthy, Gomez, McArthur, Crusat, Rodallega, Moses. Varamenn: Pollitt, Gohouri, Watson, Di Santo, McManaman, Boyce, Sammon.
Man City: Hart, Zabaleta, Savic, Lescott, Clichy, Milner, Barry, Silva, Aguero, Nasri, Dzeko. Varamenn: Pantilimon, Johnson, Kolarov, Hargreaves, Onuoha, De Jong, Rekik.