Enska blaðið Observer greinir frá því dag að Manchester City hafi hafnað tilboði frá Liverpool sem fólst í því að skipta á framherjunum Andy Carroll og Carlos Tévez.
Liverpool keypti Carroll frá Newcastle fyrir einu ári og greiddi fyrir hann hvorki meira né minna en 35 milljónir punda. Ekki er hægt að segja að framherjinn hávaxni hafi sýnt að hann sé allra þessa aura virði. Carroll hefur aðeins náð að skora 6 mörk í 35 leikjum.
Að því er fram kemur í Observer settu forráðamenn Liverpool sig í samband við City-menn á fimmtudaginn og spurðu hversu mikið þeir vildu fá fyrir Tévez og hvort þeir væru reiðubúnir í skipti á Carroll og Tévez. City ýtti þessu tilboði strax út af borðinu.