Gylfi Þór Sigurðsson var aðalmaðurinn á bakvið 2:1-útisigur Swansea á WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra mark Swansea og lagði upp það seinna skömmu síðar. Fjórum öðrum leikjum var að ljúka.
Sunderland hélt áfram frábærum árangri sínum undir stjórn Martins O'Neills og vann Stoke á útivelli. Everton mátti sætta sig við jafntefli við botnlið Wigan, Norwich vann Bolton 2:0 og loks náði Wolves að vinna sigur í deildinni með því að leggja QPR á útivelli, 2:1. QPR komst yfir í leiknum en missti svo Djibril Cissé af velli með rautt spjald.
Stoke - Sunderland, 0:1
(James McClean 60. Rautt spjald: Robert Huth (Stoke) 45.)
Wigan - Everton, 1:1
(Phil Neville (sjálfsmark) 76. - Victor Anichebe 83.)
Norwich - Bolton, 2:0
(Andrew Zurman 69., Anthony Pilkington 84.)
QPR - Wolves, 1:2
(Bobby Zamora 16. - Matthew Jarvis 46., Kevin Doyle 71. Rautt spjald: Djibril Cissé (QPR) 34.)
WBA - Swansea, 1:2
(Marc-Antoine Fortuné 54. - Gylfi Þór Sigurðsson 55., Danny Graham 59.)
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:
16.44 Norwich virðist vera að landa sigri gegn Bolton en staðan er orðin 2:0 með marki Anthony Pilkington. Victor Anichebe náði að jafna metin fljótt fyrir Everton gegn Wigan.
16.39 Botnlið Wigan er komið yfir gegn Everton. Jean Beausejour átti skot að marki en boltinn fór af Phil Neville í markið.
16.29 Andrew Zurman var að koma Norwich yfir gegn Bolton. Slæm tíðindi fyrir Bolton sem er í erfiðri fallbaráttu. Kevin Doyle er jafnframt búinn að koma Wolves yfir gegn QPR. Rauða spjaldið þar ætlar að reynast dýrkeypt.
16.21 Sunderland komst yfir gegn 10 Stoke-mönnum með marki James McClean sem skoraði eftir gott þríhyrningsspil við Stéphane Sessegnon.
16.16 Gylfi lét ekki duga að skora því fimm mínútum síðar átti hann frábæra fyrirgjöf frá hægri á Danny Graham sem skilaði boltanum í netið.
16.11 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea þegar hann lumaði boltanum í netið úr teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri og jafnaði metin gegn WBA, mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir. Wolves hefur jafnað metin gegn 10 mönnum QPR og Robert Huth, leikmaður Stoke, fékk rautt í uppbótartíma fyrri hálfleiks gegn Sunderland fyrir litlar sakir.
15.55 Það var aðeins eitt mark skorað í fyrri hálfleik í leikjunum fimm og það gerði Bobby Zamora fyrir QPR gegn Wolves. Þar fór rauða spjaldið einnig á loft.
15.42 Gylfi Þór var að bjarga með skalla á marklínu eftir hornspyrnu hjá WBA. Staðan enn markalaus í snjókomunni á The Hawthorns.
15.35 Djibril Cissé ákvað að bæta úr tíðindaleysinu og fékk beint rautt spjald. Roger Johnson hafði brotið á Cissé sem brást mjög illa við, reifst við Johnson og tók hann hálstaki. QPR-menn verða því 10 gegn 11 Úlfum þær sextíu mínútur sem eftir eru af leiknum.
15.34 Enn er markalaust í fjórum leikjum en 1:0 fyrir QPR gegn Wolves. Lítið fjör í þessu.
15.19 Bobby Zamora var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja félag QPR en hann kom boltanum í net Úlfanna eftir undirbúning Djibril Cisse og Shaun Wright-Phillips.
15.00 Þá ætti boltinn að vera farinn að rúlla í leikjunum fimm.
Liðin:
Bolton: Bogdan, Mears, Wheater, Knight, Ricketts, Eagles, Muamba, Reo-Coker, M Davies, Petrov, Ngog.
Varamenn: Jaaskelainen, Tuncay, K Davies, Klasnic, Pratley, Boyata, Sordell.
Norwich: Ruddy, Drury, Whitbread, Holt, Jackson, Surman, Pilkington, Hoolahan, Fox, Naughton, Ayala.
Varamenn: Steer, Martin, Johnson, Morison, Crofts, Bennett, Wilbraham.
QPR: Kenny, Derry, Taarabt, Barton, Young, Cisse, Wright-Phillips, Taiwo, Ferdinand, Onuoha, Zamora.
Varamenn: Cerny, Hill, Hall, Mackie, Traore, Hulse, Smith.
Wolves: Hennessey, Edwards, Stearman, Fletcher, Ward, Johnson, Frimpong, Jarvis, Bassong, O'Hara, Foley.
Varamenn: De Vries, Elokobi, Ebanks-Blake, Hunt, Berra, Milijas, Doyle.
WBA: Foster; Reid, McAuley, Olsson, Shorey; Dorrans, Morrison, Mulumbu, Thomas; Odemwingie, Fortune.
Varamenn: Fulop, Cox, Andrews, Ridgewell, Tchoyi, Jones, Scharner.
Swansea: Vorm, Rangel, Caulker, Williams, Taylor, Britton, Allen, Gylfi Þór, Dyer, Sinclair, Graham.
Varamenn: Tremmel, Monk, Agustien, McEachran, Routledge, Moore, Lita.
Everton: Howard, Hibbert, Heitinga, Distin, Baines, Donovan, Fellaini, Gibson, Pienaar, Cahill, Stracqualursi.
Wigan: Al Habsi, Stam, Figueroa, Caldwell, Boyce, McCarthy, McArthur, Beausejour, Gomez, Di Santo, Moses.
Stoke: Sörensen, Wilkinson, Wilson, Huth, Shawcross, Pennant, Walters, Delap, Whelan, Crouch, Jerome.
Varamenn: Begovic, Jones, Fuller, Diao, Whitehead, Shotton, Woodgate.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Turner, O'Shea, Richardson, Larsson, McClean, Colback, Meyler, Gardner, Sessegnon.
Varamenn: Westwood, Bridge, Campbell, Wickham, Ji, Kyrgiakos, Elmohamady.