Brad Friedel markvörðurinn reyndi í liði Tottenham segir að miðjumaðurinn Scott Parker sé afar vel til þess fallinn að taka fyrir fyrirliðastöðunni af John Terry hjá enska landsliðinu.
„Eftir að hafa spilað með Scott í um hálft ár þá sér maður hvað í hann er spunnið og hvort hann sé efni í fyrirliða eða ekki. Í mínum huga er hann fyrirliði. Hann er toppatvinnumaður. Hann lifir góðu lífi og á vellinum er hann góður að verja svæðið fyrir framan þá fjóra öftustu. Hann er sá besti ég hef spilað með,“ segir Friedel.