Henry tryggði Arsenal sigur

Thierry Henry var hetja Arsenal í dag.
Thierry Henry var hetja Arsenal í dag. Reuters

Thierry Henry var hetja Arsenal þegar liðið fagnaði 2:1 sigri gegn Sunderland á Leikvangi ljóssins. Henry skoraði sigurmarkið á lokamínútunni eftir að Arsenal hafði lent undir. Það gengur hvorki né rekur hjá Chelsea en liðið varð að sætta sig við 2:0 tap á móti Everton á Goodison Park. Chelsea og Arsenal eru nú jöfn að stigum í 4.-5 sæti og eru 15 stigum á eftir toppliði Manchester United.

Úrslitin í leikjunum:

Blackburn - QPR, 3:2 (Leik lokið)
Swansea - Norwich, 2:3 (Leik lokið)
Bolton - Wigan, 1:2 (Leik lokið)
Sunderland - Arsenal, 1:2 (Leik lokið)
Fulham - Stoke, 2:1 (Leik lokið)
Everton - Chelsea, 2:0 (Leik lokið)

Bein lýsing:

16.56 Leikjunum er öllum lokið.

16.55 MARK!! Mackie var að minnka muninn í 3:2 fyrir QPR.

16.48 MARK!! Thierry Henry er ótrúlegur. Hann var að koma Arsenal í 2:1 gegn Sunderland. Hann ætlar að kveðja Arsenal með stæl.

16:44 MARK!! Swansea á smávon. Danny Graham var að minnka muninn í 3:2 með marki úr vítaspyrnu.

16.38 MARK!! Ryan Shawcross var að minnka muninn fyrir Stoke á móti Fulham. Staðan á Craven Cottage er 2:1. Markið skoraði Shawcross með skalla eftir horn. Hefur sést áður!!.

16.37 MARK!! QPR var að minnka muninn í 3:1 með marki frá Jamie Mackie.

16.35 MARK!! Wigan er komið aftur yfir gegn Bolton á Reebok. McCarthy McCarthur skoraði annað mark Wigan í þessum mikla fallslag.

16.32 MARK!! Arsenal var ekki að lengi að kvitta. Walesverjinn Aaron Ramsey jafnaði metin fyrir Lundúnaliðið. Boltinn fór í báðar stangirnir áður en hann fór í netið.

16.30 MARK!! Everton var að komast í 2:0 gegn Chelsea á Goodison Park. Stracqualursi skoraði annað markið.

16.28 MARK!! Sunderland sem hefur verið á mikilli siglingu er komið í 1:0 á móti Arsenal á Leikvangi ljóssins. Markið skoraði hinn ungi James McClean.

16.27 MARK!! Bolton var að jafna metin á móti Wigan með marki frá Mark Davies.

16.25 Það er enn markalaust hjá Sunderland og Arsenal. Strákarnir hans Arsene Wengers hafa ekki verið í sóknarhug í dag.

16.21 MARK!! Það stendur ekki steinn yfir steini í varnarleik Swansea. Úr vel útfærðri skyndisókn var Grant Holt að skora sitt annað mark og koma Norwich í 3:1.

16.09 MARK!! Norwich var að komast yfir á móti Swansea. Um sjálfsmark var að ræða.

16.06 MARK!! Norwich var ekki lengi að jafna metin eftir hálfleikinn. Það liðu aðeins tvær mínútur. Trukkurinn Grant Holt skallaði í netið af stuttu færi.

15.44 MARK!! Það blæs ekki byrlega fyrir QPR sem var að lenda 3:0 undir á móti Blackburn. Mark Hughes, stjóri QPR, fær ekki hlýjar móttökur en hann stýrði liði Blackburn í nokkur ár. Markið skráist sem sjálfsmark á Nedum Onuoha, einn af nýju mönnunum hjá QPR.

15.43 MARK!! Wigan var að skora gegn Bolton á Reebok á markamínútunni. Gary Caldwell skoraði með skalla.

15.28 MARK!! Fulham er í góðum málum en það var að komast í 2:0 gegn Stoke. Markið skráist sem sjálfsmark á danska markvörðinn Thomas Sörensen.

15.23 MARK!! Blackburn byrjar vel gegn QPR en staðan er orðin 2:0. Steven Nzonzi skoraði annað markið.

15.22 MARK!! Swansea er komið yfir á móti Norwich í nýliðaslagnu. Danny Graham skoraði markið eftir laglegt samspil hjá Swansea sem Gylfi tók þátt í. Graham er þar með búinn að skora 11 mörk fyrir Swansea.

15.18 MARK!! Fulham hefur náð forystunni gegn Stoke með marki frá Pavel Pogrebnyak.

15.15 MARK!! Yakubu var að að koma Blackburn í leiknum á móti QPR. Þetta er mikilvægur leikur í toppbaráttunni.

15.06 MARK!! Everton er komið í 1:0 á móti Chelsea. Steven Pienaar skoraði markið en hann nýkominn aftur til félagsins þar sem hann er í láni frá Tottenham.

15.05 Gylfi Þór er stax byrjaður að minna á sig en hann komst í færi en varnarmönnum Norwich tókst að bægja hættunni frá.

15.00 Flautað til leiks í leikjunum sex.

Sunderland: Mignolet, Bardsley, Turner, O'Shea, Richardson, Larsson, Gardner, Colback, McClean, Sessegnon, Campbell. Varamenn: Westwood, Bridge, Wickham, Ji, Meyler, Kyrgiakos, Elmohamady.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Koscielny, Arteta, Song, Rosicky, Walcott, van Persie, Oxlade-Chamberlain. Varamenn: Fabianski, Henry, Ramsey, Arshavin, Gibbs, Benayoun, Coquelin.

Swansea: Vorm, Rangel, Williams, Caulker, Taylor, Dyer, Sinclair, Britton, McEachran, Sigurdsson, Graham. Varamenn: Tremmel, Routledge, Monk, Lita, Moore, Gower, Richards.

Norwich: Ruddy, Martin, Ward, Drury, Naughton, Surman, Fox, Bennett, Pilkington, Holt, Jackson. Varamenn: Steer, Johnson, Morison, Crofts, Hoolahan, Barnett, Wilbraham.

Bolton: Bogdan, Steinsson, Wheater, Knight, Ricketts, Eagles, Mark Davies, Reo-Coker, Petrov, Kevin Davies, Ngog. Varamenn: Jaaskelainen, Muamba, Sanli, Klasnic, Pratley, Boyata, Miyaichi.

Wigan: Al Habsi, Boyce, Caldwell, Figueroa, Alcaraz, McCarthy, McArthur, Beausejour, Gomez, Moses, Di Santo. Varamenn: Pollitt, Crusat, Watson, Jones, Rodallega, Diame, Stam.

Blackburn: Robinson, Orr, Hanley, Dann, Martin Olsson, Nzonzi, Lowe, Hoilett, Formica, Pedersen, Yakubu. Varamenn: Bunn, Modeste, Petrovic, Rochina, Goodwillie, Vukcevic, Henley.

QPR: Kenny, Onuoha, Ferdinand, Hall, Traore, Wright-Phillips, Barton, Buzsaky, Taiwo, Taarabt, Zamora. Varamenn: Cerny, Hill, Derry, Gabbidon, Bothroyd, Mackie, Smith.

Everton: Howard, Neville, Heitinga, Distin, Baines, Donovan, Gibson, Fellaini, Pienaar, Cahill, Stracqualursi. Varamenn: Mucha, Hibbert, Drenthe, Gueye, Barkley, Vellios, Duffy.

Chelsea: Cech, Bosingwa, Luiz, Ivanovic, Cole, Meireles, Essien, Lampard, Sturridge, Torres, Mata. Varamenn: Turnbull, Mikel, Malouda, Lukaku, Ferreira, Cahill, Bertrand.

Steven Pienaar fagnar marki sínu á móti Chelsea.
Steven Pienaar fagnar marki sínu á móti Chelsea. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert