Lescott skaut City í toppsætið á ný

Joleon Lescott er hér að skora fyrir City.
Joleon Lescott er hér að skora fyrir City. Reuters

Manchester City er komið með tveggja stiga forskot á ný í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á móti Aston Villa á Villa Park í dag. City er með 60 stig eftir 25 leiki, Manchester United 58 og Tottenham 53.

Miðvörðurinn Joleon Lescott skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Minnstu munaði að Villa jafnaði metin í uppbótartíma en Joe Hart, markvörður City, sýndi snilli sína og varði skot frá Darren Bent af stuttu færi á hreint ótrúlegan hátt.

90+3 Leiknum er lokið með 1:0 sigri City.

90. Joe Hart varði frábærlega skot af stuttu færi frá Darren Bent.

87. Cualler fékk frían skalla frá markteig eftir horn en boltinn fór yfir markið.

63. MARK!! Manchester City er komið í 1:0. Varnarmaðurinn Joleon Lescott kom boltanum í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Markið lá í loftinu.

45. Hálfleikur á Villa Park. Staðan er jöfn, 0:0. Verði þetta úrslitin verða Manchester-liðin jöfn að stigum á toppnum.

27. Adam Johnson, kantmaðurinn skæði hjá Manchester City, átti gott skot en boltinn fór í utanverða stöngina.

20. Staðan er enn markalaus á Villa Park. City hefur verið sterkari aðilinn en Villa hefur gengið illa á heimavelli og hefur ekki tekist að vinna sigur í sex síðustu leikjum.

Aston Villa: Given, Hutton, Dunne, Collins, Cuellar, Petrov, Albrighton, Gardner, Keane, Bent, Heskey. Varamenn: Guzan, Warnock, Ireland, N'Zogbia, Bannan, Weimann, Baker.

Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Kolarov, Barry, De Jong, Milner, Silva, Johnson, Aguero. Varamenn: Pantilimon, Richards, Pizarro, Dzeko, Savic, Nasri, Clichy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert