Fernando Torres, sóknarmaður Chelsea, er ekki í spænska landsliðinu sem var tilkynnt í dag fyrir vináttulandsleik gegn Venesúela næsta miðvikudag.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir Torres en honum hefur ekkert gengið uppvið mark mótherjanna undanfarna tólf mánuði, hvorki með félagsliði né landsliði.
Spænski hópurinn er þannig skipaður:
Casillas (Real Madrid), Victor Valdes (Barcelona), Reina (Liverpool), Arbeloa (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Puyol (Barcelona), Pique (Barcelona), Javi Martinez (Athletic Bilbao), Jordi Alba (Valencia), Iraola (Athletic), Xavi (Barcelona), Iniesta (Barcelona), Busquets (Barcelona), Fabregas (Barcelona), Xabi Alonso (Real Madrid), David Silva (Manchester City), Cazorla (Malaga), Navas (Sevilla), Mata (Chelsea), Thiago (Barcelona), Muniain (Athletic Bilbao), Soldado (Valencia), Llorente (Athletic), Negredo (Sevilla).