Liverpool varð nú rétt í þessu að tryggja sér sigur í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Cardiff í úrslitaleik á Wembley. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 2:2, en Liverpool hafði betur í vítakeppni.
Þetta er fyrsti titill Liverpool í sex ár og braust út gríðarlegur fögnuður hjá leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins. Dirk Kuyt, Stuart Downing og Glenn Johnson skoruðu fyrir Liverpool í vítakeppninni en Cowie og Whittingham fyrir Cardiff. Það var Anthony Gerrard sem skaut framhjá úr síðustu spyrnu Cardiff en hann er frændi Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool.
120+1 Framlengingunni er lokið. Staðan er 2:2 og úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni. Það er spurning hvort Aron Einar taki vítaspyrnu en hann er greinielga meiddur og hefur spilað nánast á annarri löppinni síðustu mínúturnar.
117. MARK!! Cardiff jafnar metin. Eftir þunga sókn og síðan hornspyrnu náði Ben Turner að koma boltanum í netið en nokkrum sekúndum áður hafði Dirk Kuyt bjargað á línu.
108. MARK!! Liverpool er komið yfir. Varamaðurinn Dirk Kuyt skoraði með föstu skoti úr vítateignum.
105. Mark Clattenburg hefur flautað til hálfleiks í framlengingunni. Staðan er enn, 1:1.
90+4 Staðan er, 1:1, og leikurinn verður framlengdur um 2x15 mínútur.
90. Fjórum mínútum er bætt við. Takist liðunum ekki að skora á þeim mínútum verður leikurinn framlengdur um 2x15 mínútur. Verði enn jafnt þá ráðast úrslitin í vítakeppni.
87. Kenny Miller framherji Cardiff fékk dauðafæri en skot hans fór framhjá. Þarna slapp Liverpool svo sannalega með skrekkinn.
80. Liverpool hefur sótt hart eftir markið og freistar þess að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma.
60. MARK!! Liverpool er búið að jafna metin. Luis Suárez átti skalla í stöngina og Martin Skrtel náði frákastinu og skoraði.
57. Craig Bellamy er kominn inná í liði Liverpool fyrir Jordan Henderson. Stuðningsmenn Liverpool eru ánægðir með þessa skiptingu.
45. Hálfleikur á Wembley þar sem Cardiff hefur óvænt 1:0 forystu. Liverpool hefur að mestu ráðið ferðinni en leikmenn Cardiff hafa varist vel og hafa af og til náð ágætum sóknum og úr einni skíkri skoraði hinn ungi Joe Mason.
36. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skaut boltanum yfir úr góðu færi eftir fyrirgjöf frá Stuart Downing.
19. MARK!! Cardiff er komið yfir á Wembley. Joe Mason skoraði með því að skjóta boltanum á milli fóta Pepe Reina. Þetta var önnur sókn B-deildarliðsins í leiknum. Nú er pressa á leikmönnum Liverpool.
15. Liverpool hefur verið meira með boltann fyrsta stundarfjórðunginn í leiknum en staðan er enn markalaus.
2. Minnstu munaði að Glenn Johnson kæmi Liverpool í forystu. Hann átti frábært skot en boltinn fór í þverslána.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique; Gerrard, Adam; Henderson, Suárez, Downing, Carroll. Varamenn: Doni, Kelly, Carragher, Maxi, Kuyt, Spearing, Bellamy.
Cardiff City: Heaton; McNaughton, Hudson, Turner, Taylor; Whittingham, Gunnarsson, Cowie, Gestede, Miller, Mason. Varamenn: Marshall, Gerrard, Conway, Kiss, Blake, Naylor, Earnshaw.