Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff gerðu 2:2 jafntefli við Brighton á útivelli þegar liðin áttust við í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Aron lék fyrstu 80 mínúturnar en það stefndi allt í sigur Cardiff en heimamönnum tókst að jafna metin einni mínútu fyrir leikslok.
Þá gerðu Watford og West Ham 1:1 jafntefli og þar með mistókst West Ham að komast upp fyrir Southampton í toppsæti deildarinnar.