Manchester United tapaði óvænt á heimavelli fyrir Athletic Bilbao frá Spáni, 2:3, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Old Trafford í kvöld.
Wayne Rooney skoraði bæði mörk United sem á nú fyrir höndum heldur betur erfitt verkefni í seinni leiknum á Norður-Spáni þar sem ensku meistararnir þurfa væntanlega tveggja marka sigur til að komast áfram.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
90+4. Leik lokið með óvæntum sigri Athletic Bilbao.
90+2. MARK - 2:3. Vítaspyrna á Baskana fyrir hendi og Wayne Rooney skorar af öryggi.
89. MARK - 1:3. Muniain fylgir á eftir þegar David de Gea ver hörkuskot og skorar af harðfylgi af stuttu færi.
72. MARK - 1:2. Baskarnir eru komnir yfir og það mjög verðskuldað. Falleg sókn, boltanum vippað innfyrir vörnina og Oscar de Marcos skorar með viðstöðulausu skoti. Heldur betur óvænt en hinsvegar í fullu samræmi við gang leiksins. Athletic hefur verið betri aðilinn og David de Gea markvörður haldið United á floti í seinni hálfleik.
44. MARK - 1:1. Athletic jafnar metin með laglegu marki. Fyrirgjöf frá hægri og Fernando Llorente kemur á ferðinni og skorar með föstum skalla af markteig. Gífurlega mikilvægt mark fyrir Baskana og um leið kjaftshögg fyrir United á heimavelli.
22. MARK - 1:0. Góð sókn United. Javier Hernández á skot sem er varið en Wayne Rooney fylgir á eftir og skorar af stuttu færi.
Byrjunarliðin eru tilbúin. Rio Ferdinand situr á bekknum hjá United og Paul Scholes er ekki í hópnum í kvöld.
Man Utd: De Gea, Rafael Da Silva, Smalling, Evans, Evra, Park, Jones, Giggs, Young, Rooney, Hernandez.
Varamenn: Amos, Ferdinand, Anderson, Carrick, Nani, Welbeck, Fabio Da Silva.
Athletic Bilbao: Iraizoz, Iraola, Javi Martinez, San Jose, Aurtenetxe, Iturraspe, De Marcos, Ander Herrera, Susaeta, Llorente, Muniain.
Varamenn: Raul, Toquero, David Lopez, Koikili, Inigo Perez, Ekiza, Ibai.