Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Everton og ítalska A-deildarliðið Palermo í enskum og ítölskum fjölmiðlum í kvöld.
Netmiðillinn Talksport segir að Everton vonist eftir því að geta keypt Emil af Verona í sumar fyrir hálfa aðra milljón króna - Verona þurfi að selja lykilmenn vegna fjárhagsvandræða og því séu líkur á þessu. Ítalskir fjölmiðlar segja að Palermo sé að undirbúa tilboð í Emil, rétt eins og Everton.