Ferguson: Lélegt tímabil í Evrópukeppninni

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuetrs

„Við höfum átt lélegt tímabil í Evrópukeppninni að þessu sinni,“ sagði sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á vikulegum fundi með fréttamönnum í dag en Englandsmeistararnir urðu að sætta sig við 3:2-tap á heimavelli fyrir Athletic Bilbao í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Við fengum á okkur þrjú mörk á móti Basel á heimavelli, tvö á móti Benfica, aftur þrjú á móti Bilbao og tvö gegn Ajax. Þetta segir sína sögu. Kannski er þetta bara eitt af þessum árum þar sem við verðum að endurskoða hvernig við ættum að nálgast heimaleikina,“ sagði Ferguson.

Manchester United tekur á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og þar vonast sir Alex til þess að sínir menn gyrði sig í brók og landi þremur stigum.

„Það er ljóst að ég mun gera einhverjar breytingar á liðinu,“ sagði Ferguson og gaf það í skyn að Rio Ferdinand, Paul Scholes og Nani kæmu allir inn í byrjunarliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert