Mancini: Þreyta í mínu liði

Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Reuters

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City var að vonum súr í bragði eftir tap sinna manna gegn nýliðum Swansea og fyrir vikið missti liðið toppsætið í hendur grannanna í Manchester United sem vann 2:0 sigur á WBA.

„Toppsætið getur tekið breytingum með hverjum leik en fyrir okkur er mikilvægt að komast á sigurbraut á ný og skora mörk. Það var þreyta hjá mínum mönnum en við höfum nóg af orku til að komast í toppsætið á ný. Það eru tíu leikir eftir,“ sagði Mancini eftir leikinn.

„Swansea-liðið lék virkilega vel fyrsta hálftímann en við náðum að taka völdin í seinni hálfleik. Við fengum færi til að skora en nýttum það ekki. Okkur urðu á mistök þegar Swansea skoraði markið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert