Manchester City verður án nokkurra sterkra leikmanna þegar liðið tekur á móti Sporting Lissabon í síðari viðureigninni í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA annað kvöld.
Gareth Barry, Vincent Kompany og Pablo Zabaleta eru allir meiddir og þá er óvíst hvort Jolen Lescott getur verið með.
„Gareth var veikur í gær en hann hefur ekki verið eins og hann á að sér síðustu þrjár vikurnar vegna meiðsla í baki. Þess vegna spilaði hann ekki eins vel og hann getur í leiknum á móti Swansea. Joleon gæti verið verið á bekknum en Kompany og Zabaleta verða ekki með. Þeir verða líklega ekki klárir í slaginn fyrr en eftir tíu daga,“ sagði Mancini við fréttamenn í dag.