Stórleikurinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar verður viðureign Evrópumeistara Barcelona og sjöfaldra Evrópumeistara AC Milan en drættinum í átta liða úrslitunum var að ljúka. Real Madrid datt í lukkupottinn en liðið mætir Kýpurliðinu APOEL frá Nicosiu. Chelsea dróst gegn Benfica sem hafði betur á móti Manchester United í riðlakeppninni.
Takist Chelsea að slá Benfica út bíður liðsins afar erfitt verkefni en það mætir þá sigurvegaranum úr viðureign AC Milan og Barcelona. José Mourinho þjálfari Real Madrid sagði í gær að hann vonaðist til að mæta Chelsea í úrslitum og eftir dráttinn í dag gæti Mourinho fengið ósk sína uppfyllta.
11.00 Dráttur er hafinn og hann lítur þannig út:
APOEL Nicosia - Real Madrid
Marseille - Bayern München
Benfica - Chelsea
AC Milan - Barcelona
Undanúrslit:
Marseille/Bayern München - APOEL Nicosia/Real Madrid
Benfica/Chelsea - AC Milan/Barcelona
Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fara fram á tímabilinu 27.-28. mars. Síðari leikirnir fara fram 3.-4. apríl. Undanúrslitin fara síðan fram 17./18. apríl og 24./25. apríl.
10.56 Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni í ár fer fram á hinum glæsilega Allianz Stadium í Þýskalandi laugardaginn 19. maí.
10.55 Það er þýska goðsögnin Paul Breitner sem aðstoðar UEFA-menn í drættinum. Hann segir að lið APOEL Nicosiu sé lið ársins í Meistaradeildinni.