Gerrard: Bið um að sýna okkur þolinmæði

Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool biður pirraða stuðningsmenn liðsins að sýna því þolinmæði þar sem það er að reyna að snúa gengi liðsins til betri vegar.

Sex tapleikir í síðustu sjö leikjum hefur komið stuðningsmönnum félagsins út um víða veröld í mikið uppnám en þetta er versti kafli í sögu félagsins í nærri 60 ár. Liverpool hefur aðeins náð að vinna tvo leiki í deildinni á árinu og er 8. sæti deildarinnar.

,,Það er mikil áskörun til staðar á tímabilinu og ég bið stuðningsmennina um að vera þolinmóðir. Við munum komast á rétta sporið. Marsmánuður reyndist ekki góður fyrir okkur og við er ekki ánægðir hvar við erum á stigatöflunni. Við þurfum að líta í eigin barm og reyna að þoka upp töfluna eins fljótt og mögulegt er,“ segir Gerrard.

Liverpool tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert