Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea segist ekki hafa rætt við Markus Babbel þjálfara Hoffenheim en Babbel sagði á dögunum að Gylfi kæmi aftur til félagsins í sumar og myndi byrja nýja leiktíð með liðinu.
,,Ég hef ekki rætt við Babbel. Ég er ánægður hér. Hoffenheim veit hvernig mér lítur og ástæðuna fyrir því að ég fór í janúar. En hlutirnir komast á hreint í sumar. Ég veit ekki hvort ég fari aftur til baka.
Við verðum bara að bíða og sjá til hvað gerist í sumar. Ég er mjög ánægður hér og ég það er frábært að spila með Swansea. En þetta er ekki í mínum höndum. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum í Þýskalandi,“ segir Gylfi í viðtali við velska blaðið South Wales.