Manchester City minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fimm stig í kvöld með því að vinna stórsigur á WBA, 4:0, á meðan Wigan vann óvæntan sigur á United, 1:0.
Sergio Agüero skoraði tvö fyrstu mörk City í kvöld og lagði upp hin tvö fyrir Carlos Tévez og David Silva. Tévez var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti síðan 10. september og skoraði sitt fyrsta mark í vetur.
Shaun Maloney skoraði sigurmark Wigan gegn Manchester United í byrjun síðari hálfleiks.
Arsenal styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna botnlið Wolves á útivelli, 3:0. Robin van Persie, Theo Walcott og Yossi Benayoun skoruðu mörkin en Sebastian Bassong, varnarmaður Wolves, fékk rauða spjaldið strax á 8. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves í kvöld
Manchester United er með 79 stig á toppnum þegar fimm umferðum er ólokið, Manchester City er með 74 stig og Arsenal er með 64 stig í þriðja sætinu.
Wigan er komið úr fallsæti með 31 stig, Bolton er með 29 stig og Blackburn 28, en Wolves er langneðst með 22 stig og virðast allar bjargir bannaðar.
Leikur QPR og Swansea hófst kl. 19 og fylgst er með gangi mála þar í annarri frétt.
Staðan í leikjunum:
18.45 Manchester City - WBA 4:0 - LEIK LOKIÐ
(Agüero 6., 54., Tévez 61., Silva 64.)
18.45 Wigan - Manchester United 1:0 - LEIK LOKIÐ
(Maloney 50.)
18.45 Wolves - Arsenal 0:3 - LEIK LOKIÐ
(van Persie 9. (víti), Walcott 11., Benayoun 69. Rautt spjald: Sebastien Bassong (Wolves) 8.)
90. Wigan vinnur óvæntan en eftir atvikum sanngjarnan sigur á Manchester United, 1:0. Ein af óvæntari úrslitum tímabilsins.
90. Arsenal sigrar Wolves örugglega á Molyneux, 3:0.
90. Leiknum er lokið á Etihad þar sem Manchester City vinnur WBA örugglega, 4:0.
82. Wigan fær tvöfalt færi til að bæta við marki gegn Manchester United en Mohamed Diamé og Victor Moses skjóta báðir í varnarmenn í upplögðum færum.
69. MARK á Molyneux, 0:3. Sigur Arsenal er í öruggri höfn. Yossi Benayoun skorar þriðja markið gegn Wolves eftir sendingu frá Alex Song.
64. MARK á Etihad, 4:0. Mörkunum rignir nú í Manchester og Sergio Agüero er óstöðvandi. Nú leggur hann upp mark fyrir David Silva.
61. MARK á Etihad, 3:0. Þar kom að því að Carlos Tévez skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir Manchester City. Það gerir hann eftir sendingu frá landa sínum, Sergio Agüero, sem skoraði tvö fyrstu mörkin.
54. MARK á Etihad, 2:0. Manchester City bætir við forskotið gegn WBA og aftur er það Sergio Agüero sem skorar. Hann fær boltann frá Samir Nasri og rennir honum yfirvegað í netið.
50. MARK í Wigan, 1:0. Heimamenn í Wigan ná forystunni gegn meisturunum. Shaun Maloney skorar eftir sendingu frá Jean Beausejour, eftir stutta hornspyrnu.
45. Hálfleikur í leikjunum þremur. Arsenal er 2:0 yfir gegn Wolves, Man. City 1:0 yfir gegn WBA en staðan er 0:0 hjá Wigan og Man.Utd þar sem Wigan hefur verið frískari aðilinn lengst af og meira með boltann.
30. Man.Utd sleppur tvisvar með skrekkinn á sömu mínútunni í Wigan. Fyrst er Victor Moses í upplögðu færi og á skot en boltinn fer af Rio Ferdinand í horn. Uppúr hornspyrnunni skorar Moses með skalla en markið er dæmt af. Líklegta dæmt á Gary Caldwell fyrir að brjóta á David de Gea markverði.
11. MARK á Molyneux, 0:2. Þetta ætlar að vera þægileg sigling hjá Arsenal gegn botnliðinu. Theo Walcott er aftur á ferð og skorar nú sjálfur eftir mikinn sprett og veggspil við Robin van Persie.
9. MARK á Molyneux, 0:1. Robin van Persie skorar úr vítaspyrnunni fyrir Arsenal.
8. VÍTI OG RAUTT á Molyneux. Sébastien Bassong fær rauða spjaldið fyrir að fella Theo Walcott. Vítaspyrna sem Arsenal fær.
6. MARK á Etihad, 1:0. Sergio Agüero skorar fyrstur í kvöld og kemur City yfir gegn WBA, leikur fram völlinn og skorar með hörkuskoti af 20 metra færi.
1. Leikirnir eru hafnir.
Liðin eru þannig skipuð:
Wigan: Al Habsi, Alcaraz, Caldwell, Figueroa, Boyce, McCarthy, McArthur, Beausejour, Moses, Di Santo, Maloney.
Varamenn: Pollitt, Crusat, Ben Watson, Gomez, Sammon, Diame, Stam.
Man Utd: De Gea, Jones, Ferdinand, Evans, Evra, Valencia, Giggs, Carrick, Young, Rooney, Hernández.
Varamenn: Amos, Smalling, Park, Nani, Welbeck, Cleverley, Pogba.
Man City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Clichy, Silva,De Jong, Barry, Nasri, Agüero, Tévez.
Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Milner, Pizarro, Dzeko, Johnson, Kolarov.
WBA: Foster, Jones, Dawson, Olsson, Shorey, Cox, Mulumbu, Scharner, Andrews, Dorrans, Long.
Wolves: Hennessey, Zubar, Stearman, Bassong, Ward, Kightly, Henry, Davis, Jarvis, Edwards, Doyle.
Varamenn: De Vries, Ebanks-Blake, Fletcher, Johnson, Berra, Milijas, Forde.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Djourou, Vermaelen, André Santos, Arteta, Song, Walcott, Ramsey, Benayoun, van Persie.
Varamenn: Fabianski, Rosicky, Park, Oxlade-Chamberlain, Squillaci, Jenkinson, Chamakh.
Varamenn: Daniels, Tchoyi, McAuley, Odemwingie, Hurst, Fortune, Roofe.