Doni í eins leiks bann

Doni gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Doni gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. AFP

Liverpool varð ekki ágengt í áfrýjun sinni til enska knattspyrnusambandsins en það áfrýjaði rauða spjaldinu sem brasilíski markvörðurinn Alexander Doni fékk að líta í leik Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók áfrýjun Liverpool fyrir í dag og vísaði henni frá sem þýðir að Doni verður í banni þegar Liverpool mætir Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn.

Þar sem Pepe Reina tekur einnig út leikbann mun Brad Jones verja mark Liverpool-liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka