Reading á leið í úrvalsdeildina

Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson readingfc.co.uk

Reading, lið Brynjars Bjarnar Gunnarssonar, er á leið uppí ensku úrvalsdeildina eftir útisigur á Southampton, 3:1, í uppgjöri tveggja efstu liða B-deildarinnar í kvöld.

Jason Roberts kom Reading yfir á 19. mínútu en Rickie Lambert jafnaði fyrir Southampton á 48. mínútu. Varamaðurinn Adam Le Fondre gerði síðan út um leikinn en hann skoraði tvívegis fyrir Reading á síðustu 20 mínútunum.

Brynjar Björn var varamaður hjá Reading en kom ekki við sögu.

Reading er með 85 stig og Southampton 82 þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir. West Ham er með 76 stig og á fjóra leiki eftir en tvö þessara liða  fara beint uppí úrvalsdeildina. Reading nægir að fá fjögur stig úr þessum þremur leikjum en liðið hefur nú unnið 14 af síðustu 16 leikjum sínum í deildinni.

Þar með aukast líkurnar á að Brynjar Björn spili með KR frá byrjun Íslandsmótsins en hann gæti það ef Reading fer beint upp og sleppur við umspilið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert