Mikilvægur útisigur hjá Cardiff

Aron Einar Gunnarsson var í sigurliði Cardiff í dag.
Aron Einar Gunnarsson var í sigurliði Cardiff í dag. www.cardiffcityfc.co.uk

Aron Einar Gunnarsson leikmaður enska 1. deildarliðsins Cardiff spilaði í 82. mínútur þegar lið hans Cardiff vann afar mikilvægan sigur á Barnsley 1:0. Liam Lawrence skoraði sigurmarkið á 69. mínútu en gestirnir frá Cardiff eru með 68 stig í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í umspilinu.

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Huddersfield sem tapaði á útivelli fyrir Preston 1:0 í ensku 2. deildinni. Liðið er þrátt fyrir tapið í 5. sæti deildarinnar og á góða möguleika að halda umspilssæti sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert