BBC: Verðmiðinn á Gylfa hækkar við hvert mark

Gylfi Þór með viðurkenninguna sem hann fékk fyrir að vera …
Gylfi Þór með viðurkenninguna sem hann fékk fyrir að vera valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úvalsdeildinni. Ljósmynd/swanseacity.net

Verðmiðinn á Gylfa Sigurðssyni hækkar við hvert mark sem hann gerir og hvert mark virðist betra en markið á undan sem hann skorar. Þetta ritar Garth Crooks sparkspekingur hjá BBC um Gylfa, sem er í liði vikunnar hjá BBC og flestum miðlum á Englandi sem velja lið umferðarinnar.

,,Ég geri ráð fyrir að Brendan Rodgers vilji kaupa Gylfa en tími Gylfa hjá Swansea hefur verið svo stórbrotinn að mig grunar að hann hafi ekki lengur efni á honum,“ skrifar Garth Crooks á vef BBC.

Gylfi hefur skorað 7 mörk fyrir Swansea í þeim 15 leikjum sem hann hefur komið við sögu með liðinu frá því hann kom til þess í láni frá þýska liðinu Hoffenheim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert