Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var að vonum ósáttur með tap sinna manna á heimavelli gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en í fyrsta skipti í sögu úrvalsdeildarinnar náði Wigan að krækja í stig á heimavelli Arsenal.
,,Við hefðum átt að vera yfir eftir fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náðum við ekki að skapa okkur mikið því við vorum ekki nógu þolinmóðir. Það datt niður krafturinn í okkar leik. Menn voru að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur og sendingarnar voru ekki nógu hraðar til að skapa hættu,“ sagði Wenger en hans menn lentu 2:0 undir eftir 10 mínútna leik.
,,Wigan liðið varðist vel og við gerðumst óþolinmóðir í seinni hálfleik og misstum dampinn. Menn voru ekki nógu líkamlega sterkir og samstaðan var ekki til staðar,“ sagði Wenger en Arsenal hefði með sigri farið langt með að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Arsenal er í 3. sætinu, er fimm stigum á undan Tottenham sem á leik til góða.