Pep Guardiola þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Barcelona segir að Chelsea sé líklegra en sínir menn til að komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni en Chelsea bar í kvöld sigurorð af Börsungum, 1:0, í fyrri rimmu liðanna í undanúrslitunum.
,,Chelsea er líklegra,“ sagði Guardiola þegar hann var spurður að því hvort Barcelona og Chelsea væru líklegri til að komast í úrslitin.
,,Chelsea náði góðum úrslitum. 1:0 eru góð úrslit fyrir Chelsea-liðið. En við eigum 90 mínútur eftir og okkar markmið er að skapa 24 færi, eins og við gerðum í kvöld, og skora. Við verðum að taka meiri áhættu en ég sagði leikmönnum mínum að fyrst við náðum að skapa okkur mörg færi í þessum leik þá munum við gera það á Nou Camp líka.