Man.Utd áfram verðmætast í heimi

Vinsældir Manchester United út um allan heim gera félagið það …
Vinsældir Manchester United út um allan heim gera félagið það verðmætasta á jarðarkringlunni. Reuters

Manchester United er áfram verðmætasta knattspyrnufélag heims, samkvæmt úttekt hjá Forbes tímaritinu sem skoðar reglulega stöðu mála hjá helstu íþróttafélögum heimsbyggðarinnar.

Samkvæmt rannsókn Forbes er United virði 1,4 milljarðs punda og er í efsta sæti listans áttunda árið í röð. Á vef fyrirtækisins segir að 330 milljónir stuðningsmanna United um allan heim séu stór þáttur í að halda félaginu í þessari stöðu.

Real Madrid er í öðru sæti með 1,17 milljarð punda og Barcelona er í þriðja sæti með 1,07 milljarð punda.

Þessi félög eru þau verðmætustu, samkvæmt Forbes:

1. Manchester United, 1.400 milljónir punda
2. Real Madrid, 1.170 milljónir punda
3. Barcelona, 1.070 milljónir punda
4. Arsenal, 800 milljónir punda
5. Bayern München, 770 milljónir punda
6. AC Milan, 615 milljónir punda
7. Chelsea, 473 milljónir punda
8. Liverpool, 385 milljónir punda
9. Juventus, 367 milljónir punda
10. Schalke, 365 milljónir punda
11. Tottenham, 351 milljónir punda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert