Mancini: United líklegra

Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Reuters

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Manchester United sé enn líklegra liðið til að landa Englandsmeistaratitlinum en Ítalinn sagði á dögunum að titilbaráttunni væri lokið.

City er nú aðeins þremur stigum á eftir meisturunum og getur komist í efsta sæti með sigri gegn þeim á heimavelli á mánudaginn í næstu viku.

,,United hefur þremur meira stigum meira og það á eftir leiki sem eru ekki eins erfiðir og við eigum eftir. Það er ástæðan fyrir því að ég segi að þeir séu líklegri. Eftir leikinn við okkur á United tvo auðvelda leiki eftir,“ sagði Mancini.

,,Mér fannst frammistaða liðsins ekki góð eins og hún var á móti Norwich. Ég veit ekki af hverju en ég sagði leikmönnum mínum að þetta yrði erfiður leikur því Wolves á ekki skilið að falla.“

Leikirnir sem United og City eiga eftir:

Man Utd:
Manchester City (ú)
Swansea (h)
Sunderland (ú)

Man City:
Manchester United (h)
Newcastle (ú)
QPR (h)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert