Van Persie valinn leikmaður ársins

Robin van Persie.
Robin van Persie. Reuters

Robin van Persie, framherji Arsenal, var í kvöld útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í hófi Leikmannasamtakanna á Englandi sem haldið var í Lundúnum en það voru leikmenn í deildinni sem tóku þátt í valinu.

Van Persie hefur farið á kostum með Arsenal á leiktíðinni og er markahæstur í úrvalsdeildinni með 27 mörk. Hann var einnig valinn í lið ársins.

Van Persie hafði betur í baráttu við David Silva, Sergio Agüero, Joe Hart, Wayne Rooney og Scott Parker en þeir voru allir tilnefndir ásamt Van Persie.

Kyle Walker, bakvörður úr liði Tottenham, varð fyrir valinu sem besti ungi leikmaðurinn en aðrir sem voru tilnefndir voru: Danny Welbeck, Daniel Sturridge, Alex Oxlade-Chamberlain, Sergio Agüero og Gareth Bale.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert