Mikið er nú rætt og ritað um gengi enska knattspyrnuliðsins Liverpool hér á ævintýraeyjunni og jafnvel víðar. Sennilegt er að þetta fornfræga félag eigi flesta stuðningsmenn hérlendis af enskum knattspyrnufélögum þó undirritaður sé reyndar ekki í þeim hópi.
Hjarta þeirra slær ekki síður taktfast með liðinu en hjörtu þeirra sem búa á Mersey-svæðinu. Kannski er það engin furða þar sem fyrsti Evrópuleikur Liverpool var á móti íslensku liði, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, árið 1964 og síðan þá hafa verið nokkur tengsl á milli félaganna.
Á samskiptasíðum á borð við Facebook og Twitter eru íslenskir Liverpool-stuðningsmenn óhræddir við að bera harm sinn eða hamingju á torg, allt eftir því hvað við á. Þeir ganga nú í gegnum fremur skrautlegt keppnistímabil þar sem hvorki gengur né rekur hjá liðinu í deildinni en liðið nýtur velgengni í bikarkeppnunum eins og oft á umliðnum árum. Það væri líklega að æra óstöðugan að rekja gengi liðsins í vetur en óhætt er alla vega að segja að stuðningsmönnum liðsins svíður mjög slæmt gengi á heimavelli í deildinni.
Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í Morgunblaðinu í dag