Chelsea rótburstaði granna sína í QPR, 6:1, en leik liðanna var að ljúka á Stamford Bridge. Spánverjinn Fernando Torres var maður leiksins en hann skoraði þrennu fyrir heimamenn sem er í fimmta sætinu, stigi á eftir Newcastle.
90. Leiknum er lokið með sigri Chelsea, 6:1.
85. MARK!! Gestirnir voru að laga stöðuna. Franski framherjinn Djibrill Cisse skoraði markið og fagnaði ógurlega.
80. MARK!! Veislan heldur áfram á Brúnni. Florent Malouda var að bæta við sjötta markinu fyrir Chelsea og staðan er, 6:0.
65. MARK!! Torres var að fullkomna þrennuna. Spánverjinn slapp einn í gegn og setti boltann af öryggi framhjá Paddy Kenny.
45+2 Howard Webb hefur flautað til hálfleiks á Brúnni. Fyrri hálfleikurinn reyndist martröð fyrir QPR en staðan er, 4:0, fyrir Chelsea.
25. MARK!! Það er markaregn á Brúnni. Fernando Torres var að bæta við sínu öðru marki eftir mikinn vandræðagang í vörn gestanna.
19. MARK!! Chelsea er að valta yfir granna sína. Fernando Torres var að bæta við þriðja markinu.
13. MARK!! Chelsea er komið í 2:0 með marki frá John Terry sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Juan Mata.
1. MARK!! óskabyrjun hjá Chelsea en Daniel Sturridge skoraði markið með þrumskoti.
Chelsea: Cech, Cole, Essien, Lampard, Torres, Mata, Bosingwa, Ferreira, Kalou, Sturridge, Terry. Varamenn: Turnbull, Romelu, Ramires, Drogba, Malouda, Meireles, Hutchinson.
QPR: Kenny, Hill, Derry, Mackie, Buzsaky, Barton, Cisse, Taiwo, Ferdinand, Onuoha, Zamora. Varamenn: Cerny, Gabbidon, Campbell, Traore, Young, Smith, Wright-Philips.