Ferguson: Get ekki kvartað yfir úrslitunum

Leikmenn United ganga vonsvikir af velli í kvöld.
Leikmenn United ganga vonsvikir af velli í kvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United viðurkenndi eftir tap sinna manna gegn Manchester City í kvöld að City sé nú í bílstjórasætinu. Það þurfi bara að vinna tvo leiki til að hampa Englandmeistaratitlinum.

,,Við byrjum vel og vorum miklu sterkari fyrstu 15 mínúturnar. En þegar á hálfleikinn leið vorum við farnir að bíða eftir leikhléinu. Þá kom markið og það auðvitað á vondum tíma. Ég get ekki kvartað yfir úrslitunum. Það var meiri ógnun frá City en okkur. Við náðum ekki að reyna á markvörð þeirra allan tímann. Nú þarf City bara að vinna tvo leiki til að verða meistari. Svo einfalt er það,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert