Gat ekki annað en tekið þessu boði

Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson. www.readingfc.co.uk

Brynjar Björn Gunnarsson verður áfram í herbúðum enska knattspyrnuliðsins Reading á næsta keppnistímabili. Brynjar staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær en fyrir nokkru benti allt til þess að hann væri á leið heim úr atvinnumennsku og myndi spila með sínu gamla félagi, KR, í sumar.

„Ég ræddi við knattspyrnustjórann áður en ég hélt heim og það er ljóst að ég verð áfram hjá Reading. Fyrst mér stóð þetta til boða fannst mér ég ekki getað annað en tekið því þar sem við erum komnir upp í úrvalsdeildina,“ sagði Brynjar við Morgunblaðið en hann var þá nýkominn heim til Íslands.

Brynjar Björn hefur verið í 15 ár í atvinnumennsku og hefur síðustu sjö árin spilað með Reading, sem á dögunum tryggði sér sigur í ensku B-deildinni og leikur því í deild þeirra bestu á nýjan leik en liðið var þar síðast árið 2008.

Sjá nánar um þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert