Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City standa illa að vígi í umspili B-deildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0 tap á heimavelli í fyrri undanúrslitaleik liðanna sem fram fór í kvöld.
Jack Collison skoraði fyrra markið með skalla á 9. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni á 41. mínútu þegar hann skoraði með skoti úr teignum.
Aron Einar lék allan tímann fyrir Cardiff, sem sækir West Ham heim á mánudagskvöldið í seinni viðureign liðanna.