Hazard: Ég spila í bláu á næstu leiktíð

Hazard spilar á Englandi næsta vetur.
Hazard spilar á Englandi næsta vetur. AFP

Belginn eftirsótti, Eden Hazard, sem leikur með Lille í Frakklandi, hefur gefið vísbendingu um hvar hann muni spila á næstu leiktíð.

Hazard hefur fyrir löngu gefið það út að hann ætli að spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og ítrekaði það í viðtali við Canal+ eftir sigurleik Lille gegn PSG.

Manchester-liðin tvö, United og City, eru bæði mjög áhugasöm um piltinn og var hann viðstaddur leik liðanna á Etihad-vellinum fyrir rúmri viku.

Svo virðist þó sem Manchester United komi ekki til greina hjá Hazard því blái liturinn er það sem heillar Belgann. Líklegir áfangastaðir fyrir hann í sumar eru því væntanlega Manchester City og Chelsea.

„Ég mun klæðast bláa litnum á næsta tímabili. Klárlega þeim bláa,“ sagði Hazard í viðtali við Canal+.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert