Hodgson velur EM-hópinn í næstu viku

Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Reuters

Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, mun tilkynna um val sitt á landsliðshópnum sem leikur á EM í sumar þann 16. maí.

Hodgson hefur tíma til 29. maí til að gera breytingu á hópnum en þá verður lokahópurinn að liggja fyrir. Englendingar hita upp fyrir Evrópumótið með æfingaleikjum á móti Norðmönnum og Belgum en fyrsti leikur Englands á Evrópumótinu verður gegn Frökkum í Donetsk í Úkraínu þann 11. júní.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert