Ensku blöðin greina frá því í dag að Mark Hughes knattspyrnustjóri QPR muni fá eina milljón punda í bónusgreiðslu, jafngildi 203 milljóna íslenskra króna, takist QPR að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
QPR á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum á sunnudaginn en þá sækir liðið Manchester City heim í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. City tryggir sér titilinn með sigri en takist QPR að ná jafntefli tryggir liðið tilverurétt sinn í deildinni. Tapi QPR hins vegar þarf liðið að treysta á að Bolton fari ekki með sigur af hólmi gegn Stoke á Britannia.