Mancini: Við höfum spilað betri fótbolta

Roberto Mancini getur orðið enskur meistari á sunnudaginn.
Roberto Mancini getur orðið enskur meistari á sunnudaginn. AP

Manchester City er aðeins einum sigri frá því að landa enska meistaratitlinum, 44 árum eftir að liðið vann efstu deildina síðast.

Vinni City-menn QPR á sunnudaginn í lokaumferðinni verður titilinn þeirra en sama hvað gerist finnst Roberto Mancini, stjóra liðsins, City hafa spilað besta boltann í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

„Á endanum mun það lið sem vinnur titilinn eiga það skilið. En við erum búnir að spila betri fótbolta. Það er alveg 100 prósent klárt. Meira að segja þótt við verðum ekki meistarar höfum við samt spilað betri fótbolta,“ segir Roberto Mancini.

Nágrannar þeirra í Manchester United þurfa að vinna Sunderland á útivelli og vonast eftir að Mark Hughes og strákarnir í QPR geri þeim greiða ætli sir Alex og hans menn að vinna 13. úrvalsdeildartitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert