Owen yfirgefur Manchester United

Michael Owen í leik með United.
Michael Owen í leik með United. Reuters

Framherjinn Michael Owen hefur upplýst á Twitter-síðu sinni að Manchester United muni ekki bjóða sér nýjan samning.

Owen, sem er 32 ára gamall, hefur verið í herbúðum Manchester United frá því í júlí 2009. Frá þessum tíma hefur hann aðeins komið við sögu í 52 leikjum en meiðsli hafa sett verulegt strik í reikninginn hjá þessum mikla markaskorara síðustu árin.

,,Stjórinn tjáði mér á þriðjudaginn að félagið ætlaði ekki að bjóða mér nýjan samning. Ég hef notið hverrar einustu mínútu þessi þrjú sem ég hef verið hjá þessu frábæra félagi,“ segir Owen á Twitter-síðu sinni.

Owen hóf feril sinn hjá Liverpool en lék síðan með Real Madrid og Newcastle áður en hann skipti yfir til Manchester United.

Owen kom aðeins við sögu í fjórum leikjum með United í úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert