Chelsea er Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti eftir sigur á Bayern München í vítaspyrnukeppni eftir að liðin skildu jöfn, 1:1, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Allianz leikvanginum í München í kvöld.
Ekkert mark var skorað fyrr en á 83. mínútu þegar Thomas Müller kom Bayern yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben. Sigurinn blasti við Bayern en á 88. mínútu jafnaði Didier Drogba með skalla fyrir Chelsea eftir hornspyrnu frá Juan Mata.
Ekkert mark var skorað í framlengingu en í byrjun hennar fékk Bayern vítaspyrnu. Petr Cech varði frá Arjen Robben, og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið yrði Evrópumeistari.
Í vítaspyrnukeppninni varði Manuel Neuer fyrstu spyrnu Chelsea, frá Juan Mata. Petr Cech jafnaði metin með því að verja frá Ivic Olic í fjórðu umferð. Í lokaumferðinni skaut Bastian Schweinsteiger fyrir Bayern. Petr Cech kom fingrum í boltann, í stöngina og út. Didier Drogba tók síðustu spyrnu Chelsea og tryggði liðinu Evrópumeistaratitilinn!
Vítaspyrnukeppnin fór svona:
1. Philip Lahm fyrir Bayern - skorar, 1:0.
1. Juan Mata fyrir Chelsea - Neuer ver!! 1:0.
2. Mario Gómez fyrir Bayern - skorar, 2:0.
2. David Luiz fyrir Chelsea - skorar, 2:1.
3. Manuel Neuer markvörður fyrir Bayern - skorar, 3:1.
3. Frank Lampard fyrir Chelsea - skorar, 3:2.
4. Ivica Olic fyrir Bayern - Cech ver!!, 3:2.
4. Ashley Cole fyrir Chelsea - skorar, 3:3.
5. Bastian Schweinsteiger fyrir Bayern - Cech ver í stöng!!
5. Didier Drogba fyrir Chelsea - skorar! 3:4
Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is:
120. Leik lokið - vítaspyrnukeppni framundan.
120. Fernando Torres hjá Chelsea fær gula spjaldið.
112. Gary Cahill kemur Chelsea til bjargar þegar hann kastar sér fyrir Mario Gómez á markteignum og kemur í veg fyrir að Þjóðverjinn nái að senda boltann í tómt markið!
109. Ivica Olic er of seinn til að nýta sér dauðafæri í markteignum og boltinn rennur þvert framhjá marki Chelsea!
106. Seinni hálfleikur framlengingar er hafinn.
105+1. Fyrri hálfleik framlengingar er lokið og staðan er enn 1:1.
97. Ivica Olic kemur inná fyrir Franck Ribéry hjá Bayern.
95 VÍTI VARIÐ!! - Petr Cech les Arjen Robben, fer í rétt horn og ver vítaspyrnu Hollendingsins, og nær að halda boltanum í annari tilraun.
93. VÍTI - Didier Drogba brýtur á Franck Ribéry og Bayern fær vítaspyrnu! Drogba fær gula spjaldið og Ribéry þarf nokkra aðhlynningu eftir byltuna.
91. FRAMLENGINGIN er hafin.
90+3. Didier Drogba tekur síðustu spyrnuna í venjulegum leiktíma. Aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi, á möguleika á að tryggja Chelsea Evrópumeistaratitilinn, en skýtur yfir mark Bayern. Framlengt.
88. MARK - 1:1. Chelsea fær sína fyrstu hornspyrnu, Juan Mata tekur hana frá hægri, og það er enginn annar en Didier Drogba sem rís hæst allra og skorar með firnaföstum skalla!!
87. Daniel van Buyten kemur inná hjá Bayern í staðinn fyrir markaskorarann Thomas Müller.
86. David Luiz hjá Chelsea fær gula spjaldið fyrir brot á Arjen Robben.
85. Fernando Torres kemur inná fyrir Salomon Kalou hjá Chelsea.
83. MARK - 1:0. Loks bar þung sókn Bayern árangur. Thomas Müller skallar boltann í mark Chelsea hægra megin úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben.
81. Ashley Cole hjá Chelsea fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Thomas Müller.
78. Thomas Müller í færi rétt utan markteigs Chelsea en hittir boltann illa og hann fer framhjá markinu.
73. Florent Malouda kemur inná hjá Chelsea í staðinn fyrir Ryan Bertrand, sem fékk eldskírn sína í Meistaradeildinni í kvöld.
70. Enn 0:0 þrátt fyrir linnulitla sókn Bayern sem hefur fengið 14 hornspyrnur gegn engri. En Chelsea verst vel og færin eru ekki mörg.
54. Franck Ribéry skorar fyrir Bayern en markið er dæmt af vegna rangstöðu.
46. Seinni hálfleikur er hafinn.
45. Hálfleikur og staðan er 0:0.
42. Mario Gómez í fínu færi innvið vítapunkt Chelsea en skýtur undir pressu hátt yfir markið.
37. Góð sókn hjá Chelsea endar með skoti frá Salomon Kalou hægra megin úr vítateig Bayern en Neuer vel ver á stönginni nær.
36. Thomas Müller í dauðafæri við vítapunkt eftir fyrirgjöf frá vinstri en hittir boltann illa og hann fer framhjá marki Chelsea.
34. Chelsea fær aukaspyrnu á fínum stað, rétt utan vítateigs, en Juan Mata skýtur yfir mark Bayern.
21. Arjen Robben kemst í gott færi í vítateig Chelsea en Petr Cech nær að verja, boltinn fer í stöngina og í horn.
19. Bayern hefur sótt meira það sem af er og fengið nokkrar hornspyrnur.
3. Bastian Schweinsteiger hjá Bayern fær klaufalegt gult spjald strax í byrjun fyrir að stöðva boltann með hendi.
1. Leikurinn er hafinn.
Bayern: Neuer, Lahm, Boateng, Tymoschuk, Contento, Schweinsteiger, Kroos, Robben, Müller, Ribéry, Gómez.
Varamenn: Butt, Van Buyten, Petersen, Olic, Rafinha, Usami, Pranjic.
Chelsea: Cech, Bosingwa, Luiz, Cahill, Cole, Kalou, Mikel, Lampard, Bertrand, Mata, Drogba.
Varamenn: Turnbull, Essien, Romeu, Torres, Malouda, Ferreira, Sturridge.