Ferguson fluttur á sjúkrahús

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld til skoðunar. Að henni lokinni var hann sendur heim.

Ferguson var í Glasgow í Skotlandi í gær og fagnaði þar að 40 ár eru liðin frá því hans gamla lið Rangers vann Evrópumeistaratitilinn. Ferguson hélt tölu í kvöldverðarboði en skyndilega fékk hann miklar blóðnasir og var ákveðið að fara með knattspyrnustjórann á sjúkrahús.

„Þetta var smávandamál en hann hvílist heima og það er allt í lagi með hann,“ var haft eftir talsmanni Manchester United við enska blaðið The Sun.

Ferguson er 70 ára gamall en mikið álag var á honum um síðustu helgi þegar lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram þar sem Manchester City fagnaði meistaratitlinum eftir dramatískar lokasekúndur. Líklega hafa blóðnasirnar verið eftirmál mikillar taugaspennu en United var nokkrum sekúndum frá því að hampa meistaratitlinum í 20. sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert