Englandsmeistarar Manchester City hafa hafið formlegar viðræður við knattspyrnustjórann Roberto Mancini um nýjan samning við félagið.
City vill verðlauna Ítalann með því að gera við hann nýjan þriggja ára samning sem tryggir honum 5 milljónir punda í árslaun, rúman 1 milljarð króna, en með núgildandi samningi sínum við félagið fær Mancini 3,5 milljónir punda í laun á ári.
Mancini kemur til með að skáka Sir Alex Ferguson hvað launin varðar en hann verður þó ekki hæst launaðasti stjórinn í úrvalsdeildinni. Það er Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en árslaun hans hjá Lundúnaliðinu nema 6 milljónum punda sem jafngildir 1,2 milljarði króna.