Arsenal hefur augastað á belgíska landsliðsmanninum Moussa Dembele að því er enskir fjölmiðlar greina frá í dag. Dembele er leikmaður Fulham og þótti standa sig afar vel með liðinu á nýafstöðnu tímabili.
Dembele kom til Fulham frá hollenska liðinu AZ Alkmaar fyrir tveimur árum og var í stóru hlutverki á miðjunni með Fulham-liðinu á tímabilinu.
Talið er að Arsene Wenger þurfti að reiða fram 10 milljónir punda ætli hann sér að fá Dembele á Emirates Stadium en hann er 24 ára gamall sem hefur leikið 38 leiki með belgíska landsliðinu.