Brendan Rodgers að taka við Liverpool

Rodgers hafnaði fyrst Liverpool en nú virðist hann vera á …
Rodgers hafnaði fyrst Liverpool en nú virðist hann vera á leið á Anfield. AFP

Brendan Rodgers verður næsti knattspyrnustjóri Liverpool samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC.

BBC segir að Liverpool eigi einungis eftir að semja við Swansea um greiðslu fyrir Rodgers en hún gæti numið allt að fimm milljónum punda ef marka fá fréttir velskra miðla fyrr í dag.

Rodgers náði frábærum árangri með nýliða Swansea í úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en liðið endaði í ellefta sæti deildarinnar.

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið sterklega orðaður við Swansea og hélt liðið því fram að hann væri búinn að semja um kaup og kjör.

Rodgers var maðurinn sem fékk Gylfa til Swansea og er nú alls óvíst hvort af verði félagaskiptum Gylfa til Swansea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert