„Vanvirðing hjá Hodgson

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Reuters

Umboðsmaður Rios Ferdinands, miðvarðarins reynda hjá Manchester United, er afar ósáttur við Roy Hodgson landsliðsþjálfara fyrir að hunsa leikmanninn aftur.

Ferdinand var ekki valinn í EM-hópinn og eftir að hann var valinn hefur Hodgson kallað á tvo miðverði til að fylla skörð meiddra leikmanna. Hodgson valdi Phil Jagielka í hópinn þegar Gareth Barry heltist úr leik vegna meiðsla og í dag þegar ljóst var að Gary Cahill gæti ekki verið með ákvað Hodgson að kalla á Martin Kelly, varnarmanninn unga úr Liverpool.

„Þetta er vanvirðing hjá Hodgson og enska knattspyrnusambandinu að sniðganga Ferdinand. Að koma svona fram við leikmann sem hefur spilað 81 leik fyrir þjóð sína og hefur verið fyrirliði er til skammar,“ segir Jamie Moralee.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert