Laudrup sagður taka við Swansea

Michael Laudrup.
Michael Laudrup. Reuters

Daninn Michael Laudrup verður ráðinn knattspyrnustjóri Swansea City á næstu dögum samkvæmt heimildum Sky Sports.

Reiknað er með tilkynningu frá Swansea um ráðningu á Laudrup fyrir næstu helgi en félagið hefur verið að leita að eftirmanni Brendans Rodgers sem er tekinn við liði Liverpool.

Laudrup, sem er 47 ára gamall, hóf þjálfaraferil sinn hjá Bröndby en hann hélt síðan til Spánar og var við stjórnvölinn hjá Getafe og Mallorca.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert