Jürgen Klinsmann er einn þeirra sem hafa verið orðaðir við starf knattspyrnustjóra Tottenham en félagið leitar nú eftirmanns Harrys Redknapps sem var rekinn frá félaginu í fyrradag.
Klinsmann lét hins vegar hafa eftir sér í dag að hann útilokar að taka við stjórastöðunni hjá sínu gamla félagi þar sem hann hefur ekki uppi nein áform um að hverfa úr stóli landsliðsþjálfara Bandaríkjanna.
Klinsmann lék á árum áður 56 leiki með Tottenham og skoraði í þeim 30 mörk og er hann gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins.